
Hugum að öryggi
Öryggisakademían
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur, í samvinnu við Sjóvá, sett á stofn Öryggisakademíuna. Hlutverk hennar er að koma öryggis- og forvarnamálum í tengslum við flugelda á framfæri við alla aldurshópa.
Öryggisakademían er staðsett við flugeldaverksmiðju björgunarsveitanna og í tilraunastofu hennar vinna færustu vísindamenn að alls kyns tilraunum um forvarnir. Síðastliðnar vikur hafa þeir unnið sleitulaust við prófanir á flugeldum til að auka öryggi við notkun þeirra. Nú hafa fyrstu niðurstöður tilraunanna litið dagsins ljós og eru í formi stuttmynda úr Öryggisakademíunni. Þar koma fram 11 mikilvæg atriði sem hafa ber í huga þegar flugeldum er skotið upp.
Öryggisakademían