
Skjótum rótum
Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og um leið að styðja við skógrækt í landinu. Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og fjölmargar deildir þess um land allt, við höfum gróðursett hátt í 30.000 rótarskot undanfarin tvö ár.
Allur ágóði af sölu rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna. Hægt er að kaupa Rótarkot á sölustöðum Flugeldamarkaða björgunarsveitanna.
Tökum höndum saman, fögnum nýju ári og Skjótum rótum 🌱