Skotkölur

Björgunarskip
18.900
Kraftmikil terta með flottum rauðum og grænum tívolípálmum. Endar svo með miklum látum þar sem silfursprengingar fylla himininn með braki og brestum. Gríðarlega flott áramótaskip.

Hallveig Fróðadóttir
14.900 kr
Skemmtileg terta með ákafri skothríð frá fyrstu sekúntu. Fallegar litríkar sprengingar sem lýsa upp himinninn og endar auðvitað með flottu lokaspili sem engan svíkur.

Ásgerður Asksdóttir
16.900 kr
Glæsilegir gullpálmar og brakandi rauð og græn kúluljós. Endar á kraftmikilli litadýrð. Virkilega flott.

Hallgerður Langbrók
9.900 kr

Bolli Bollason 100 skota
28.900 kr
Þessi magnaða terta skýtur upp marglita kúlum sem draga á eftir sér gullhala. Næst er fallegt silfurregn og svo aftur í fjörugar sprengingar. Endar á kröftugu silfurregni. Algjör negla!

Síðu-Hallur 20 skota
16.900 kr
Stakar krafmiklar sprengingar með gríðarlega fallegum hvelfingum. Eiginlega sýnishorn af því besta úr öðrum tertum, flugeldasýning. Ekki mikill hávaði.

Gissur Hvíti 49 skota
11.900 kr
Byrjar á fallegum gull og silfurpálmum og fer síðan í gullstjörnur með brakandi silfri. Breytist yfir í rauðar stjörnur og endar með silfurbraki.

Svanur Galdramaður 36 Skota
11.900 kr
Litaskot sem byrja á rauðu fer yfir í grænt síðan silfur þá gyllt, fjólublátt og endar síðan á marglita sprengingu.

þorbjörn Laxakarl
11.900 kr
Marglit stök falleg skot sem minnir á góða flugeldasýningu. Endar á mörgum skotum og silfurbraki.

þorsteinn hvíti 28 skota
10.900 kr
Skýtur upp kúlum sem að springa út í rauð og silfurlituð blóm sem að brakar og brestur í. Hali með leifurljósum fylgir kúlunum hálfa leið upp og sér til þess að himininn er baðaður ljósi.
Fjöldi skota: 28
Lengd: 41 sek.

Björgunarsveitakappi 64 skota
17.500 kr
Fjölbreytt blævængskaka sem að dreifir sér vel um himinninn, skýtur bæði upp í Z og V.
Græn, rauð og fjólublá glitrandi stjörnublóm með silfurregni sem endar í brakandi stjörnuglitri. Því næst gylltir frussandi halar og silfruð blóm með bláu leiftri sem skotið er upp í V. Endar á silfruðu brakandi glitri sem baðar himininn ljósi.
Fjöldi skota: 64
Lengd: 32 sek.

Þuríður sundafyllir 25 skota
21.900 kr
Gular kúlur sem að springa í glirandi stjörnublóm. Hvítt stjörnuglitur sem brakar í. Stjörnur með bláu glitri. Gulllituð pálmablóm með rauðum endum. Stjörnur með grænu glitri. Endar á gulllituðum eldingum sem skjótast tvist og bast um himinnin með braki og brestum.
Fjöldi skota: 25
Lengd: 66 sek.

Þórunn hyrna 152 skota
26.900 kr
Kúlur með gulllitaðan hala sem brakar og brestur í þeysast upp og springa í marglitar stjörnur með glitri.
Skýtur síðan upp í Z kúlum með frussandi hala sem að springa í rauða og græna fossa með leiftri sem að falla í átt til jarðar. Rauðar kúlur sem springa í rauð og blá glitrandi stjörnublóm. Ýlur sem að synda ískrandi upp himininn.
Fjöldi skota: 152
Lengd: 50 sek.

Guðrún Ósvífudóttir 42 skota
10.900 kr
Rauðar kúlur sem springa í glitrandi stjörnur. Skýtur síðan upp rauðum kúlum í V sem að springa út í bláar og grænar stjörnur með rauðu og slifruðu glitri. Endar á silfurlituðu brakandi stjörnuglitri.
Fjöldi skota: 42
Lengd: 30 sek.

Auður Vésteinsdóttir 49 skota
7.500 kr
Springur í gulllitaða pálma með fjólubláum endum.
Fjöldi skota: 49
Lengd: 39 sek.

Þorgeir Ljósvetningagoði 49 skota
22.900 kr
Allir regnbogans litir lýsa upp himininn með blómum, pálmum og stjörnum. Skotunum er fylgt eftir með glitrandi hala og hvellir, brak og brestir óma um svæðið.
Þorgeir er skriðinn undan feldinum í allri sinni dýrð.
Fjöldi skota: 49
Lengd: 27 sek.

Snorri Sturluson 80 skota
21.900 kr
Marglitar kúlur með hala skjótast upp í þyrpingum og springa í stór blóm sem að glitra á himninum. Mjög falleg kaka.
Fjöldi skota: 80
Lengd: 50 sek.

Gísli Súrsson 36 skota
13.900 kr
Kúlur skjótast upp og springa í marglitar tindrandi stjörnur með braki og brestum. Fjölbreytt kaka, nokkuð hröð og endar með stæl.
Fjöldi skota: 36
Lengd: 40 sek.

Hrafna Flóki 24 skota
4.600 kr
Marglitar kúlur skjótast upp og springa í litrík blóm sem að brakar í.
Fjöldi skota: 24
Lengd: 30 sek.

Melkorka 35 skota
5.600 kr
Kúlur með gulllitaðan hala sem brakar og brestur í þeysast upp og springa í marglitar stjörnur.
Fjöldi skota: 35
Lengd: 36 sek.

Bárður Snæfellsás 35 skota
5.600 kr
Silfurlitaðar kúlur með hala synda upp himininn með braki og brestum. Springa í marglitar stjörnur með blossum.
Fjöldi skota: 35
Lengd: 25 sek.

Sturla Þórðarson 16 skota
4.600 kr
Blævængur. Skýtur einni kúlu í einu. Rauðar, bláar, appelsínugular og fjólubláar kúlur springa í glitrandi blóm sem að brakar og brestur í.
Fjöldi skota: 16
Lengd: 32 sek.

Þórólfur Mostraskeggur 16 skota
4.600 kr
Blævængur. Skýtur einni kúlu í einu. Röð 1 & 3 eru rauðar kúlur sem springa út í rautt og blátt blóm. Röð 2 & 4 eru bláar kúlur sem að springa út í blá og græn blóm.
Fjöldi skota: 16
Lengd: 31 sek.

Top Gun 15 skota
12.900 kr
Skýtur upp silfruðum kúlum sem að springa út í glæsileg blóm með háum hvellum og glitri með tilheyrandi braki og brestum.
Ein vinsælasta kakan okkar um ára bil. Þessi er klassísk.
Fjöldi skota: 15
Lengd: 31 sek.

Thunder King 25 skota
3.900 kr
Kúlur sem að skjótast upp og springa með háværum hvelli og hvítu leifturljósi (flash).
Fjöldi skota: 25
Lengd: 31 sek.