Lög og reglur

Slysavarnarfélagið Landsbjörg fylgir í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda um innflutning og sölu flugelda. Um innflutningur og sölu skotelda er fjallað um í vopnalögum og reglugerð um skotelda.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið leiðandi í þróun þeirra skotelda sem félagið flytur inn. Allir skoteldar okkar eru CE merktir, og uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í lögum og reglugerðum. Það sama gildir um útsölustaði okkar. Við leggjum metnað okkar í að þeir séu eins öruggir og kostur er.

Við höfum lagt mikla vinnu í að minnka mengun af völdum flugelda eins og kostur er til dæmis að minnka plast notkun við framleiðslu og pökkun þeirra eins mikið og kostur er. Við höfum jafnframt tekið úr sölu vörur sem reynslan hefur sýnt að er ekki notuð eins og ætlað er, og þar með reynt að sporna gegn fikti og breytingum.